0.6 C
Selfoss

Dauðra manna sögur í Skálholti – ekki fyrir viðkvæma!

Vinsælast

Dauðra manna sögur í Skálholti með Bjarna Harðarsyni er viðburður sem haldinn verður í Skálholti, laugardaginn 30. október kl 17:00.  Bjarni mun segja ýmsar sögur tengjast dauðanum og yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti. Hann mun leiða hópinn um Skálholt og segja sögurnar eins og honum einum er lagið. Sagðar verða sögur, gamlar sagnir, þjóðsögur og frásagnir af yfirnáttúrulegum atburðum í Skálholti.

Gengið verður um svæði sem þekkt eru fyrir sagnir, þjóðsögur og atburði sem fá hárin til að rísa. Minningarsteinn um aftöku Jóns Arasonar og sona hans verður heimsóttur, farið inn í Þorláksbúð, í gegnum undirgöngin og sagðar ýmsar sögur af yfirnáttúrulegum atburðum úr fortíð og nútíð sem gerst hafa í Skálholti.  Búið ykkur undir gæsahúð! Farið verður að rökkva þannig að gestir eru hvattir til að koma með vasaljós eða höfuðljós.

Til eru ýmsar sagnir af atburðum, bæði þjóðsögur, munnmælasögur frá gamalli tíð, en einnig sögur úr nútímanum.  Jón Bjarnason organisti spilar hræðileg stef á orgelið og Veitingastaðurinn Skálholt býður upp á hroðalegan kvöldverð á 3500 kr.

Mæting við Skálholtskirkju kl 17:00. Ókeypis er á viðburðinn en fjöldi gesta verður takmarkaður svo skráning er nauðsynleg. Tekið er á móti skráningum á skalholt@skalholt.is.

Nýjar fréttir