2.8 C
Selfoss

Hæ þú

Vinsælast

Rauði Kross Árnessýslu er að virkja vinaverkefnin sem eru í gangi hjá Rauða krossinum, þessi verkefni hafa þau markmið að draga úr félagslegri einangrun þeirra sem við hana búa. Við bjóðum upp á nokkrar útfærslur af vinaverkefnunum, í okkar heimbyggð erum við með gönguvini, heimsóknavini og hundavini, einnig erum við með öflugan hóp af sjálfboðaliðum sem hittast tvisvar í viku og prjóna fyrir rauða krossinn.

Þannig höfum við notað ýmsar aðferðir til að skapa aðstæður til mynda tengsl og rjúfa einangrun og einmannaleika.

Ein af grunnþörfum okkar er að tilheyra hóp, því í grunnin erum við félagsverur.Einmannaleiki spyr ekki um aldur, kyn, heilsu eða þjóðerni, hefur áhrif á hamingju, sjálfstraust, sjálfsöryggi, þunglyndi. Við þurfum að horfa til viðkvæmra hópa sem eru sérstaklega í hættu að einangrast, þar eru meðal er ungt fólk sem er hvorki í vinnu né skóla, fólk sem er jaðarsett í þjóðfélaginu, fólk af erlendum uppruna og eldra fólk.
Með þáttöku í vinaverkefnum hjálpum við að rjúfa einangrun og með viðurkenningu og virðingu valdeflum við þá einstaklinga sem þurfa á því að halda.

Vantar þig félagsskap? Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á þáttöku í verkefninu, hvort sem það er sjálfboðaliði sem fer í heimsóknir eða þáttakandi sem fær heimsóknir endilega sendu inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins www.raudikrossinn.is

Þá getur þú haft samband í síma 570-4000 eða sent mér póst á : joka@redcross.is

Verum jákvæð, berum virðingu fyrir náunganum,og verum dugleg að stunda góð samskipti, það er forsenda vellíðunar.

Jóhanna Ólafsdóttir,
verkefnastjóri Vinaverkefna Rauða krossins hjá Rauða krossinum.

Nýjar fréttir