-2.8 C
Selfoss

Kvöldvaka Fossbúa sló sannarlega í gegn

Vinsælast

Það voru hressir skátar sem hittust í Sunnulækjarskóla í síðustu viku. Það voru Fossbúar á Selfossi sem stóðu fyrir viðburðinum en hann var hluti af menningarmánuðinum Október í Árborg. Sérstakir heiðursgestir voru Sólheimaskátar. Talsverður fjöldi var mættur til þess að taka þátt í gleðinni. Sungnir voru söngvar við gítarspil ásamt því að hressir Dróttskátaforingjar leiddu hópinn í fjölmarga og hressandi leiki. Eftir að hafa sungið, trallað og horft á skemmtiatriði nutu þess allir að ljúka kvöldinu með samsöng.

Nýjar fréttir