11.7 C
Selfoss

Leiðsögn um sýninguna Missi í Húsinu á Eyrarbakka

Vinsælast

Það er ýmislegt á döfinni hjá Byggðasafni Árnesinga. Á sunnudaginn 31. október klukkan 14:00 verður leiðsögn um sýninguna Missi. Þar eru til sýnis persónulegir hlutir sem urðu dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur dó. Látlausir hlutir líkt og pappírsbátur, herðasjal og sparibaukur geyma oft mun dýpri sögu en virðist í fyrstu. Á sýningunni Missi er ljósinu beint að þessum fallega sið og tilfinningagildi gripanna heiðrað. Linda Ásdísardóttir, sýningarstjóri, mun leiða gesti í gegnum þessa einstöku sýningu sem engin ætti að láta framhjá sér fara. Sýningin hefur verið vel sótt og er þetta síðasta sýningarhelgin.

Jafnframt er þetta síðasta helgaropnun Byggðasafnsins í tilefni Menningarmánaðar í Árborg, opið laugardag og sunnudag frá klukkan 13:00-17:00. Enginn aðgangseyrir.

Allir velkomnir!

Nýjar fréttir