8.9 C
Selfoss

Öflugt starf Hörpukórsins

Vinsælast

Hörpukórinn, kór eldri borgara á Selfossi, er um þessar mundir að ljúka sínu 33. starfsári. Starfsemi kórsins er öflug og kórfélagar eru hátt í 50 manns. Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson.

Hörpukórinn syngur reglulega á dvalar- og hjúkrunarheimilum í héraði og kemur fram á ýmsum samkomum sem Félag eldri borgara Selfossi stendur að. Hörpukórinn tekur þátt samstarfi fimm kóra á Suð-Vesturlandi og var kóramót á Akranesi um síðustu helgi  en kórarnir skiptast á um að halda mótið.

Þau sem náð hafa 60 ára aldri og hafa gaman af að syngja eru hvött til að koma og kynna sér starfsemi Hörpukórsins sem æfir í Grænumörk einu sinni í viku. Æfingar hefjast aftur í byrjun október.

Starfsemi vetrarins lýkur í vor með tónleikum í Selfosskirkju 5. maí kl. 14:00. Miðar verða seldir við innganginn og einnig í forsölu hjá kórfélögum, ekki verður posi á staðnum.

Stjórn Hörpukórsins

 

Nýjar fréttir