-3.3 C
Selfoss

Expert kæling kaupir helming hlutafjár í Fossraf

Vinsælast

Expert Kæling ehf. hefur gengið frá kaupum á helming hlutafjár í Fossraf ehf.

Fossraf hefur um áratuga skeið sinnt þjónustu raflagnaþjónustu við fyrirtæki, einstaklinga og stofnanir, einkum á suðurlandi en félagið er með fasta starfsstöð á Selfossi.

Markmið beggja aðila er að auka þjónustu- og þekkingarstig gagnvart viðskiptavinum, sér í lagi með því að nýta landsdekkandi þjónustunet Expert Kælingar, til ná enn betri árangri í þeim efnum.

„Það er tilhlökkun að fá Expert Kælingu inn sem hluthafa í Fossraf. Við lítum samstarfið björtum augum og hlökkum til þess að geta veitt viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu,“ er haft eftir Birki Pálssyni og Haraldi Sigurmundssyni, hluthöfum í Fossraf, í tilkynningu.“

„Með kaupum á hlutafé í Fossraf mun Expert Kæling styrkja rafmagnshluta fyritækisins og við getum boðið viðskiptavinum enn breiðara þjónustu- og vöruframboð. Við erum spennt fyrir samstarfinu og hlökkum til að vinna með starfsfólki Fossraf, sem er hjartanlega velkomið í okkar góða hóp,“ er haft eftir Þóri Erni Ólafssyni, stjórnarformanni Expert Kælingar ehf. í tilkynningu.

 

Nýjar fréttir