3.4 C
Selfoss
Home Fréttir Melastelpan 3 komin út

Melastelpan 3 komin út

0
Melastelpan 3 komin út

Fyrir nokkru kom út bókin Melastelpan 3, minninga- og baráttusaga húsmóður í Þingholtunum. Höfundur er Morma E. Samúelsdóttir í Hveragerði. Elísabet Mc. Tosh Markúsdóttir sem við þekkjum úr fyrri bókum um Melastelpuna eftir Normu er mætt í þessari þriðju bók um húsmóður í Þingholtunum. Það gengur á ýmsu í æfi manneskju, brauðstrit, barátta. Beta, sextíu og fimm ára, lítur til baka. Margs vísari. Komst næstum heil heim.

Áður hafa komið út tvær bækur eftir Normu E. Samúelsdóttur með sama titli; Melastelpa 1 kom út árið 2010 og Melastelpan 2 kom út árið 2012. Bækurnar má lesa sem sjálfstæðar sögu, undirtitillinn er skáldæfi- og baráttusaga húsmóður í Þingholtunum

Norma gaf út bók sem hún kallaði Óþol (bók fyrir húsmæður sem vilja verða rithöfundar og fyrir þá sem hafa áhuga á svoleiðis fólki) árið 1991. Í nýju bókunum er sagan endurunninn, sögð af sögupersónunni Betu sem er nú eldri kona, amma og býr stundum í Hveragerði.

Bækur höfundar eru orðnar um 20 talsins, þar á meðal ein hljóðbók með upplestri hennar (Ballynahinch).