12.8 C
Selfoss

Upp með sokkana í Mottumars

Vinsælast

Mottumars-sokkarnir hafa svo sannarlega slegið í gegn það sem af er Mottumars, árlegu árveknis- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum í körlum.

Margir hafa spurt hvernig sé hægt að ná sér í par. Sokkarnir fást í vefverslun Krabbameinsfélagsins sem er opin allan sólarhringinn (vefverslun.krabb.is). Fjöldi verslana um land allt styðja átakið með því að hafa sokkana til sölu og lista yfir þá aðila má finna á síðunni.

Á heimasíðunni eru félög, fyrirtæki og stofnanir hvött til að nýta sér þetta tækifæri til að styðja við gott málefni og efla samkennd starfsfólks um leið.

Þeir sem panta sokka á sitt lið á vefborða til að setja á sína netmiðla, viðurkenningarskjal og umfjöllun á vefmiðlum Krabbameinsfélagsins þar sem þeirra verður getið sem sérstakra velunnara átaksins.

Þau fyrirtæki sem vilja efla móralinn og gefa sínu starfsfólki sokka smella á hnappinn fyrirtæki. Einstaklingar smella á hnappinn einstaklingar og panta beint í vefversluninni.

Nýjar fréttir