5 C
Selfoss
Home Fréttir Kvenfélag Hveragerðis hefur stutt við mörg verkefni

Kvenfélag Hveragerðis hefur stutt við mörg verkefni

0
Kvenfélag Hveragerðis hefur stutt við mörg verkefni
Kvenfélagskonur að afhenda heilsugæslunni í Hveragerði ungbarnavikt, lengdar- og súrefnismæli.

Lítið hefur farið fyrir starfsemi Kvenfélags Hveragerðis sl. ár en það var stofnað 11. mars 1951 og er því að hefja sitt 67. starfsár. Í dag skipa stjórn félagsins: Guðrún Friðþjófsdóttir formaður, Margrét Guðjónsdóttir varaformaður, Hólmfríður Skaftadóttir gjaldkeri og Elín María Kjartansdóttir ritari.

Félagið hefur stutt við mörg verkefni í Hveragerði í gegnum árin sem væri of langt mál að telja upp. Hér má þó t.d nefna styrk til leikskólanna, heilsugæslunnar, félags eldri borgara, Sjóðinn góða, skátastarfið, björgunarsveitina og einnig Sjúkrahús Suðurlands, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig má geta þess að félagið á húseign að Fljótsmörk 2, sem skóla- og velferðaþjónusta Árnesþings hefur á leigu.

Á fund, sem haldinn var 8. nóvember sl. kom Jóhanna Magnúsdóttir, kennari og prestur. Hún hélt frábært erindi um jákvæðnina og gleðina sem allir ættu að vera með í farteskinu því þá liði okkur öllum svo miklu betur. Takk fyrir komuna Jóhanna.

Fundir eru haldnir annan miðvikudag hvers mánaðar. Við kvetjum konur í Hveragerði til að kynna sér starfsemi félagsins. Því fleiri sem eru með því öflugri og skemmtilegri verður félagsskapurinn.

Kveðja frá kvenfélagskonum í Hveragerði.