10 C
Selfoss

Árleg byssusýning í Veiðisafninu á Stokkseyri

Vinsælast

Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri, sem í ár verður í samvinnu við Gallery Byssur/Byssusmiðju Agnars, verður haldin laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. mars kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri.

Gallery Byssur/Byssusmiðjau Agnars sýnir úrval skotvopna og búnað til skotveiða ásamt sjónaukum og aukabúnaði sem verður einnig til sölu. Fjölbreytt úrval skotvopna verður til sýnis, haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu tengdu skotveiðum m.a úr einkasöfnum. Kynntar verða byssur frá Browning, Winchester o.fl. Einnig sjónaukar frá Minox ásamt skotum frá Express. Sýningartilboð verður á byssum og skotum.

Sérstakir gestir sýningarinnar eru félagar úr Skotíþróttafélag Suðurlands. SFS sýna byssur í eigu félagsmanna SFS og kynna félagið sem og aðstöðu SFS. Þá verður ný stjórn SKOTVÍS á staðnum með kynningu.

Til sýnis eru líka skotvopn og munir frá Sverri Scheving Thorsteinssyni, Sigurði Ásgeirssyni, Einari frá Þverá, Sveini Einarssyni fyrrverandi veiðistjóra, Sigmari B. Haukssyni og Drífu-haglabyssur frá Jóni Björnssyni heitnum frá Dalvík, svo eitthvað sé nefnt.

Allt áhugafólk um skotvopn og veiðar er velkomið.

Nýjar fréttir