Tveir hópferðabílar fóru út af á Hellisheiði í morgun

Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Hveradali.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar við Hveradali.

Vegfarandi um Hellisheiði hafði samband við dfs.is og sagði frá tveimur rútum sem fóru út af við Hverdalabrekkuna. Ekki fengust nánari lýsingar á málinu frá vegfaranda. Á Vísi.is kemur fram að annar bílanna hafi verið leið 51, Strætó, sem ekur frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og hinn bíllinn hafi verið hópferðabíll sem var fullur af ferðamönnum.

Samkvæmt heimildum á Vísir.is slasaðist enginn.

DEILA