10 C
Selfoss

Fjórir leikmenn Selfoss skrifa undir samninga

Vinsælast

Á dögunum skrifuðu þeir Þormar Elvarsson, Jökull Hermannsson, Guðmundur Axel Hilmarsson og Guðmundur Tyrfingsson undir samninga við knattspyrnudeild Selfoss. Allir eru þessi leikmenn að hefja undirbúningstímabil undir stjórn Dean Martin þjálfara meistaraflokks karla.

Þormar er fæddur árið 2000 og á 13 leiki að baki fyrir Selfoss en hann kom ungur til liðsins frá KFR á Hvolsvelli. Jökull er fæddur árið 1998, hefur verið viðloðandi meistaraflokk í nokkur ár og á 6 leiki í deild og bikar fyrir liðið. Guðmundur Axel er fæddur árið 2001, en hann spilaði stórt hlutverk í meistaraflokknum á síðasta tímabili þrátt fyrir ungan aldur. Hann hefur einnig spilað leiki með U17 og U18 ára landsliðum Íslands síðustu ár. Guðmundur Tyrfingsson er fæddur árið 2003, en hann steig sín fyrstu skref í deildarkeppni í meistaraflokki undir lok síðasta tímabils. Hann hefur einnig spilað með yngri landsliðum Íslands, auk þess sem að erlend félög hafa sýnt honum áhuga.

Knattspyrnudeildin fagnar þessum samningum og er vænst til að þessir strákar verði partur af sterkri liðsheild næstu árin.

Myndatexti:

Jón Steindór Sveinsson formaður knattspyrnudeildar (t.v.) stillir sér upp með Þormari, Jökli, Guðmundi Axel og Guðmundi Tyrfingssyni ásamt Dean Martin þjálfara meistaraflokks karla við undirskrift í Tíbrá.

Ljósmynd: Umf. Selfoss

Nýjar fréttir