11.1 C
Selfoss

Kvenfélag Hraungerðishrepps 90 ára

Vinsælast

Kvenfélag Hraungerðishrepps fagnar 90 ára afmæli um þessar mundir en félagið var stofnað 5. mars 1933 af tuttugu og sex konum og hefur það starfað óslitið síðan. Enn í dag er félagið virkt og starfa um þrjátíu konur á öllum aldri í félaginu og ávallt eru grunngildin þau sömu: að láta gott af sér leiða, vera til staðar, styðja og styrkja þar sem þörf er hverju sinni.

Það er skemmtilegt og gefandi að starfa í kvenfélagi þar sem samheldni og samstaða ríkir og allir stefna að því sama þar sem mannauðurinn fær að njóta styrkleika sinna. Nýjar konur eru ávallt velkomnar að taka þátt í starfinu.

Nýjar fréttir