10 C
Selfoss

Hinsegin vika Árborgar 2023

Vinsælast

Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í annað sinn vikuna 16.-22. janúar næstkomandi. Markmiðið með vikunni er að fræða og vera sýnileg. Forvarnarteymi Árborgar vill hvetja fyrirtæki sveitarfélagsins til þess að vera með og gera þessa hátíð að litríkri og skemmtilegri viku.
Þegar síðasta hinsegin vika var haldin gekk hún vonum framar og fjöldi fyrirtækja tók þátt. Það mátti sjá regnbogakökur, regnbogablómvendi, hinsegin fánunum var flaggað, regnbogaskrauti var komið fyrir inn í fyrirtækjum og út í gluggum og svo lengi mætti telja. Nú er um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og finna leiðir til þess að halda þessa viku hátíðlega. Nánari upplýsingar um Hinsegin vikuna gefur Dagbjört Harðardóttir, Forvarnarfulltrúi Árborgar dagbjort.hardar@arborg.is.

Nýjar fréttir