11.1 C
Selfoss

Jólamarkaður Kvenfélags Biskupstungna

Vinsælast

Kvenfélag Biskupstungna heldur jólamarkað sinn í Aratungu laugardaginn 26. nóvember kl. 13–17. Mikil spenna ríkir alltaf í kringum markaðinn og sérstaklega nú þar sem hann hefur ekki verið haldinn sl. 2 ár.

Á markaðnum er ávallt mikil jólastemning en á boðstólnum verður fallegt handverk af ýmsum toga, ásamt  öðrum flottum vörum sem auðveldlega gætu ratað í jólapakka. Einnig er hægt að setjast niður í notalegri kaffihúsastemningu og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborði kvenfélagskvenna auk þess að taka þátt í hlutaveltunni sem er alltaf stútfull af skemmtilegum vinningum, enginn núll!

Enn eru nokkur söluborð eftir og hægt að tryggja sér borð hjá maggys@simnet.is eða í síma 864-6961.

Piparkökuhúsakeppnin verður á sínum stað og er tekið á móti piparkökuhúsum kl. 12–13 sama dag. Verðlaun fyrir fallegasta og frumlegasta húsið verða afhent kl. 14:00.  Allir eru hjartanlega velkomnir.

Nýjar fréttir