-3.3 C
Selfoss

Fyrsta pílumót PFS gekk vonum framar

Vinsælast

Fyrsta pílumót Pílufélags Selfoss (PFS), Selfoss Open var haldið í Hvíta húsinu á Selfossi síðastliðinn laugardag. Uppselt var á mótið og stemningin var frábær eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Sigurvegari mótsins var Kristján Sigurðsson en hann sigraði Karl Helga Jónsson í A-úrslitum 4-2. Alex Dúason sigraði síðan Eyþór Jónsson í b-úrslitum 4-2. Hæsta útskot kvk. átti Snædís Ósk Guðjónsdóttir 104. Hæsta útskot kk. átti Siggi Tomm 149.

Eins og fram hefur komið gekk mótið vonum framar. „64 spilarar tólku þátt og allir skemmtu sér konunglega. Vinnan og undirbúningurinn við svona mót er gríðarlegur, blóð sviti og tár. Við hefðum ekki getað þetta án frábærs stuðnings frá fjöldamörgum fyrirtækjum. Helst er að nefna Einar Björnsson og Önnu Stellu konuna hans sem eiga Hvíta húsið þar sem mótið fór fram en þau hoppuðu í djúpu laugina með okkur ásamt starfsstúlkunni henni Ingu Magný. Ingibjörg Magnúsdóttir og Vitor Charrua Kastinu Hafnarfirði, þúsund þakkir fyrir að gera þetta með okkur. Einnig ber að þakka Húsasmiðjunni Selfossi, Vélsmiðju Suðurlands, Reykjafelli, Lagsarnir ehf, Raflagnaþjónustu Selfoss, Karli Guðmundssyni úrsmiði, Tómasi Þóroddssyni hjá Kaffi Krús, Menam, Matarlyst, Miðbarnum, Góu sælgætisgerð, Árvirkjanum og B59 Hóteli ásamt sjálfboðaliðum PFS.Hlökkum til sð sjá sem flesta aftur á Selfoss Open 2023,“ segir í tilkynningu frá PFS.

Myndir: Dfs.is/brv

Nýjar fréttir