11.1 C
Selfoss

Haustmót í hópfimleikum á Selfossi og á Egilsstöðum

Vinsælast

Haustmót í hópfimleikum, yngri flokka, var haldið tvær síðastliðnar helgar. Fyrri hluti mótsins var haldin á Selfossi 12-13 nóvember og seinni hluti á Egilsstöðum 19-20 nóvember. Fimleikadeild Selfoss sendi 6 lið til keppni á þetta mót. Á Selfossi kepptu þrjú lið í 4 flokki og eitt lið í kk yngri, á Egilsstöðum kepptu tvö lið í 3 flokki og eitt lið í 2 flokki.  Liðin stóðu sig öll vel, sýndu flottar æfingar og gleðin var mikil.

Á Egilsstöðum var árangurinn einstaklega góður þar sem lið 1 í 3 flokki lenti í fyrsta sæti af 19 liðum og í lið Selfoss í 2 flokki lenti í 2 sæti.

Á þessu móti voru ekki veitt verðlaun heldur var skipt niður í deildir út frá árangri á mótinu. Við erum afskaplega stolt af iðkendum okkar.

Við þökkum sjálfboðaliðum og foreldrum fyrir frábært samstarf á þessum tveimur mótum. Áfram Selfoss!

Fimleikadeild Selfoss

Nýjar fréttir