11.7 C
Selfoss

Bjórhátíð Ölverk hefst í dag!

Vinsælast

Nú um helgina, föstudaginn 30.september og laugardaginn 1. október, fer Bjórhátíð Ölverk í Hveragerði fram í þriðja sinn og geta áhugasöm ennþá keypt staka dagpassa á bjórhátíðina

Í heildina hafa 35 bjór-, áfengis-, og matvælaframleiðendur boðað komu sína á „heitustu“ bjórhátíð Íslands en líkt og áður fer hátíðin fram í heitu ylræktar-gróðurhúsi við Þelamörk 29 og má búast við góðri suðrænni stemningu á hátíðinni á alla helgina.

Fyrir armbandsgesti, sem eru hvattir til þess að mæta á svæðið um leið og hátíðin hefst, verður það ákveðin áskorun að ná að smakka alla þær fjölmörgu bjórtegundir, sem og aðrar veigar, sem í boði verða á bjórhátíðinni föstudaginn 30.sept frá kl 17:00 til 20:00 og svo aftur laugardaginn 1.október frá kl 16:00 til 20:00. Bjórhátíðargestir munu fá afnot af sérmerktu smakk glasi og fá í það smakk af þeim vörum sem framleiðendur á svæðinu bjóða upp á.

Af þeim 35 framleiðendum sem hafa staðfest komu sína þá koma 32 frá Íslandi, einn frá Grænlandi, Qajaq Brewer, einn frá Færeyjum, Föroya Bjór og einn frá Bretlandi, Beavertown.

Hressandi danstónar verða í gróðurhúsinu alla helgina en Gosi, DJ Atli Kanill, Herbert Guðmundsson, DJ Gunni Ewok, FM Belfast (dj sett), Blaz Roca, Sykur og DJ Yamaho munu stíga á stokk á hátíðinni.

Elvar Þrastarson, brugg-, pizzumeistari og eigandi Ölverk, hefur sett saman sérstaka Ölverk bjórhátíðarrétti sem verða til sölu á bjórhátíðinni sem parast munu parast einstaklinga vel með öll þeim fljótandi veigum með gestir munu njóta hátíðinni.

Bjórhátíðarsvæðið opnar fyrir armbandshafa í dag, föstudaginn 30.sept kl 17:00 og á morgun, laugardaginn 1.okt frá kl 16:00. E

ftir kl 20:00 báða dagana hefst mikill tónlistarveisla og stendur til 01:00.

Þau sem ekki ná armbandi á sjálfa bjórhátiðardagskrána geta samt sem áður borgað sig sérstaklega inn í eftirpartý sem hefst eftir klukkan 21:30 og stendur til klukkan 01:00 bæði kvöldin.

Heildarlisti framleiðenda á Bjórhátíð Ölverk 2022
– Bruggsmiðjan Kaldi ( Árskógssandi )
– The Brothers Brewery ( Vestmannaeyjar )
– Víking brugghús ( Akureyri )
– Öldur mjöðurgerð ( Reykjavík )
– Dokkan brugghús ( Ísafjörður )
– Litla brugghúsið ( Garðinum )
– Ölvisholt ( Flóahrepp )
– Og Natura ( Hafnarfirði )
– Stereo bar ( Reykjavík )
– Malbygg ( Reykjavík )
– Agla gosgerð ( Reykjavík )
– Borg brugghús ( Reykjavík )
– Jökla ( Mosfellsbæ )
– Álfur brugghús ( Reykjavík )
– Böl brugghús ( Reykjavík )
– Session Craft Bar ( Reykjavík )
– Ölverk brugghús ( Hveragerði )
– Ægir brugghús ( Reykjavík )
– RVK brewing ( Reykjavík )
– Mjólkursamsalan ( Selfoss / Reykjavík )
– Gæðingur brugghús ( Kópavogi )
– 22.10 brugghús ( Grindavík )
– Beavertown ( London / UK )
– Föroya Bjór ( Klaksvík / Færeyjum )
– Hovdenak Distillery ( Hafnarfirði )
– Segull 67 brugghús ( Siglufjörður )
– Omnom súkkulaði ( Reykjavik )
– Kombucha Iceland ( Reykjavík )
– Kjörís ( Hveragerði )
– Flóki Distillery ( Garðabæ )
– Ólafsson Gin ( Reykjavík )
– Icelandic Glacial ( Ölfus )
– Qajaq Brewery ( Narsaq / Grænland )
– Böl brugghús ( Reykjavík )
– Brennivín ( Reykjavík )

Nýjar fréttir