10 C
Selfoss

Mikil eftirvænting fyrir vetrinum

Vinsælast

Hraðmót HSK í blaki kvenna var haldið á Hvolsvelli 26.september.  Það mættu 7 lið til keppni.  Leikirnir voru spilaðir á tíma og voru úrslit reiknuð út frá stigaskori en ekki unnum hrinum.  Alls voru spilaðir 21 leikir.

  1. Hamar A2,613
  2. Dímon/Hekla A1,659
  3. Laugdælir 0,944
  4. Hrunlaug 0,890
  5. Dímon/Hekla B0,812
  6. Hrunakonur 0,802
  7. Hamar B0,439

Hraðmót HSK í blaki karla fór fram á Flúðum 27. september og mættu 2 lið til leiks og var spilað um 2 unnar hrinur en Hamar vann Laugdæli 2-1 í æsispennandi leik. Gamlar kempur mættu á mótið frá Hrunamönnum og voru teknar nokkrar auka hrinur og varð úr mikið fjör og er eftirvænting mikil fyrir vetrinum eftir mótaþurrð síðustu ára.

Nýjar fréttir