0 C
Selfoss

Mikil ánægja meðal gesta og framleiðenda

Vinsælast

Bjórhátíð Ölverk var haldin í þriðja sinn um síðustu helgi í gömlu ylræktarhúsi í Hveragerði. Brugghús og framleiðendur sem kynntu framleiðslu sína á hátíðinni voru 35 talsins og komu hvaðanæva af landinu, ásamt framleiðendum frá Grænlandi, Færeyjum og Bretlandi. Höfðu þau mikið gaman af því að kynna sig og sína framleiðslu fyrir hátíðargestum sem kunnu vel að meta veitingarnar. Líkt og á fyrri bjórhátíðum var ekki einungis í boði að smakka bjór, heldur var einnig boðið upp á mjöð, osta, viskí, kokteila, ís, súkkulaði og margt fleira. Samhliða smakkhátíðinni var skipulögð skemmtileg tónlistardagskrá langt fram á nótt. Laufey Sif Lárusdóttir, skipuleggjandi bjórhátíðarinnar og einn eiganda Ölverks segir að gestir og framleiðendur hafi verið hæstánægðir með umgjörð hátíðarinnar og að það sé engin spurning um að leikurinn verði endurtekinn að ári.

Myndirnar tók ljósmyndarinn Dagný Dögg Steinþórsdóttir.

Nýjar fréttir