9.5 C
Selfoss

Rústabjörgunarsveitarfólk tók þátt í viðamiklu námskeiði á Hótel Selfossi

Vinsælast

Dagana 19.-23. sepember stóðu Slysavarnafélagið Landsbjörg, utanaríkisráðuneytið og INSARAG (samtök alþjóðlegra rústabjörgunarsveita) fyrir námskeiðum í aðgerðarstjórnun alþjóðlegra rústabjörgunarveita. Á námskeiðinu var farið yfir samhæfingu björgunarteyma á vettvangi og haldnar æfingar í aðgerðarstjórnun.

Þátttakendur voru 24 frá fjórtán löndum og kennarar voru tíu frá sjö löndum. Námskeiðið var haldið á Hótel Selfossi, Hótel South Coast, Jarðskjálftamiðstöðinni og í Björgunarmiðstöðunni. Brunavanir Ársnessýslu og Jarðskjálftamiðstöðin fá miklar þakkir fyrir að lána húsnæði og Kjartani Björnssyni, formanni almannavarnaráðs Árborgar, eru færðar þakkir fyrir sönginn á opnunarhátiðinni.


Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur þátt í samræmingarstarfi Sameinuðu þjóðanna og rekur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina í samstarfi við utanríkisráðuneytið. Eins og kunnugt er hefur sveitin tekið þátt í ýmsum verkefnum erlendis frá árinu 1999 og farið í útköll til hamfarasvæða eftir jarðskjálfta til Tyrklands, Túnis, Marokkó og Haítí.

Nýjar fréttir