0 C
Selfoss

Sprengjuleit við Vallaskóla

Vinsælast

Upp úr kl.10:30 fengu stjórnendur Vallaskóla á Selfossi þær upplýsingar að lögreglan hafi lokað vesturhluta skólalóðar við Tryggvagötu vegna mögulegrar sprengjuhættu. Grunur leikur á um að sprengja liggi á götunni á gatnamótum Tryggvagötu og Engjavegar. Allir starfsmenn og nemendur á yngsta stigi og í Ú-stofum hafa verið beðnir að halda sig inni á meðan sprengjudeild athafnar sig. Ekki er talin þörf á að rýmingu skólans eða því að senda nemendur heim.

Í vikunni fallaði dfs um kraftmiklar og stórhættulegar heimatilbúnar sprengjur sem hafa valdið usla á Selfossi undanfarna daga.

Lögregluaðgerðir við gatnamót Engjavegs og Tryggvagötu á Selfossi.

Nýjar fréttir