8.9 C
Selfoss

Tortryggilega hlutnum við Vallaskóla hefur verið eytt

Vinsælast

Um kl. 10:00 fékk lögreglan á Suðurlandi tilkynningu um torkennilegan hlut sem drengir hefðu verið að vasast með við gatnamót Tryggvagötu og Engjavegar á Selfossi. Við athugun lögreglu þótti rétt að meðhöndla hlutinn af varkárni og því var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til með búnað til að leysa verkefnið.
Á meðan unnið var að úrlausn var vettvangur lokaður og bæði Engjavegur og Tryggvagata þar með í allt að 100 metra fjarlægð frá gatnamótunum.
Ekki var talið að fólki hafi stafað hætta af hlutnum eftir að vettvangi var lokað.
Búið er að eyða hlutnum sem um ræddi. Opnað hefur verið fyrir umferð um Engjaveg en Tryggvagata verður lokuð um stund vegna vinnu við vettvangsrannsókn og síðan þrif.

Nýjar fréttir