Þó það sé ekki algeng sjón í júlí er búið að gefa út gula veðurviðvörun fyrir allnokkur landsvæði fram að miðnætti í nótt, því samkvæmt Veðurstofu íslands er allhvassri eða hvassri suðvestanátt spáð víða um land ásamt snörpum vindhviðum, einkum við fjöll.
Það á þó að lægja með kvöldinu en vegfarendur eru engu að síður hvattir til að aka varlega og fylgjast með veðurspám og mælingum, einkum þeir sem eru með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn vind.