11.1 C
Selfoss

Allri dagskrá landsmóts seinkað vegna vonskuveðurs

Vinsælast

Það hefur vart farið framhjá mörgum sem staddir eru á suðurlandi að veðrið hefur ekki verið til fyrirmyndar í dag.
Vegna þess hefur verið ákveðið að fresta allri dagskrá á landsmóti hestamanna sem fram fer að Gaddstaðaflötum til að minnsta kosti fjögur í dag.
Þetta hefur þau áhrif að breyta þarf dagskrá í dag og á morgun:

Helstu breytingar sem verða á dagskrá:

  • Engin hópreið félaga í kvöld við setningarathöfn.
  • Setningingarathöfn er áætluð klukkan 19:50, á Aðalvelli.
  • B úrslit barna og unglinga frestast til föstudags.
    – Barnaflokkur 12:15
    – Unglingaflokkur 12:45
  • Yfirlit stóðhesta er áætlað að byrji klukkan 16:00 – Kynbótaknapar eru beðnir um að fylgjast vel með en staðan verður tekin aftur um kl 15:00
  • Annað færist til í dagskrá í dag, fimmtudag.

Fimmtudagur 7. júlí, breytt dagskrá

Birt með fyrirvara um breytingar, gestir eru hvattir til að fylgjastst vel með á miðlum.

Kynbótavöllur

16:00  Yfirlit 4v stóðhestar
Yfirlit 5v stóðhestar
Yfirlit 6v stóðhestar
Yfirlit 7v og e stóðhestar

Aðalvöllur

17:00 – 18:00 Gæðingaskeið
18:35 – 19:10 B-úrslit B – flokkur ungmennaflokkur
19:10 – 19:50 B-úrslit A-flokkur
19:50 – 20:15 Setningarathöfn
20:15 – 21:45 Fyrri umferð kappreiða
21:50 – 22:15 B-úrslit Tölt

Skemmtidagskrá í tjaldi – Gunni Óla, Stefanía Svavars og Íris í Buttercup með hljómsveit!

Nýjar fréttir