11.7 C
Selfoss

Arion banki lokar í Hveragerði

Vinsælast

Í auglýsingu frá Arion banka í síðasta tölublaði Dagskrárinnar var tilkynnt um að bankinn hyggðist loka útibúi sínu í Hveragerði. Útibúið þar myndi sameinast útibúinu á Selfossi. Áfram væri um að ræða hraðbanka á staðnum þar sem taka mætti út seðla, leggja inn, greiða reikninga og millifæra. Í tilkynningu kemur fram að ekki væri um að ræða uppsagnir eða aðrar breytingar hjá bankanum á Suðurlandi.

Bæjarráð hyggst endurskoða viðskipti sín við bankann

Á fundi bæjarstjórnar þann 7. maí sl. mótmælti bæjarráðið harðlega þessari ákvörðun bankans um að loka útibúinu í Hveragerði. Í fundargerðinni kemur m.a. fram: „Fjölmargir hafa getað treyst á persónulega og faglega þjónustu bankans síns. Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög. Hveragerðisbær hefur haldið tryggð við bankann frá stofnun hans en í upphafi voru höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hér í Hveragerði. Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann.“

 

 

Nýjar fréttir