1.1 C
Selfoss

Konur og klukkustrengir

Vinsælast

Við hjá Kvenfélaginu Einingu Hvolhreppi fengum þá hugmynd að fá tónlistarkonur úr Rangárþingi eystra til að koma saman og halda tónleika. Bréf var sent til fjölda tónlistarkvenna og voru viðbrögðin ótrúleg. Áður en við vissum af voru flytjendur orðnir 15 talsins og stefnir allt í stórtónleika. Tilgangur tónleikanna er að vekja athygli á fjölbreyttri tónlistarmenningu kvenna í sveitarfélaginu.

Einnig gefur þetta tónlistarkonunum tækifæri til að kynnast betur og áhorfendur fá að sjá hvað margar frábærar tónlistarkonur er að finna hér um slóðir.

Tónleikarnir hafa fengið nafnið Konur og klukkustrengir og vísar í að það eru gjarnan konur sem sauma klukkustrengi og raddböndum kvenna má líka líkja við strengi. Í gamla daga sátu fínar frú í stofum sínum og toguðu í klukkustrengi til að kalla í þjónustustúlkuna til að bera fram kaffi.

Þær sem koma fram á tónleikunu eru: Maríanna Másdóttir

Auður Friðgerður Halldórsdóttir, Ingibjörg E. Sigurðardóttir, Kristín Anna Jensdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Berglind Hákonardóttr, Elísabeth Lind, Anna Kristín Guðjónsdóttir, Brynja Hlynsdóttir, Sæbjörg Hlynsdóttir, Valborg Ólafsdóttir, Ingibjörg Erlingsdóttir, Gyða Björgvinsdóttir, Guri Hilstad Ólason, Herdís Rútsdóttir.

Tónleikarnir fara fram í Hvolnum, Hvolsvelli föstudaginn 25. október kl. 20:00.

Þar mun ríkja kaffihúsastemning með kertaljósum, köflóttum dúkum, klukkustrengjum og ilmandi kaffi.

 

F.h. Kvenfélagsins Einingar, Hvolhreppi

Margrét Tryggvadóttir,

formaður.

Nýjar fréttir