0.6 C
Selfoss

Glæsilegt hótel opnað í Landsveit

Vinsælast

Í lok maí var Landhotel, nýtt glæsilegt hótel, opnað í Landsveit. Hótelið er þrjár hæðir og kjallari og er um 4.500 fermetrar að stærð, staðsett skammt frá bænum Heysholti, um 27 km frá Hellu. Stutt er í alla helstu ferðamannastaði á Suðurlandi og frá hótelinu er frábært útsýni til Heklu.

Á hótelinu eru sextíu standard herbergi sem eru 23 fermetra og níu superior herbergi sem eru frá 27 til 30 fermetrar. Á hótelinu er veitingasalur sem tekur um 120 manns í sæti. Auk þess er 14 manna fundaherbergi sem nota má fyrir stjórnafundi o.fl. Með haustinu verður tekinn í notkun 55 manna funda- og viðburðasalur. Hótelið er í eigu sex einstaklinga.

Að sögn Óla Guðmundssonar sölu- og markaðsstjóra hótelsins hafa viðbrögð gesta verið einróma mjög góð og sagði hann að hótelið væri kærkomin viðbót fjögurra stjörnu hótela á Suðurlandi.

„Landhótel er fjögurra stjörnu hótel byggt úr límtré og látum við viðinn halda sér eins og hægt er. Þannig gefur hann hlýlegt yfirbragð,“ segir Óli. „Bókanir eru góðar og veturinn lítur vel út. Einnig hefur talsvert verið bókað næsta sumar.“

Nýjar fréttir