-1.6 C
Selfoss

Færri komust að en vildu á minningar- og styrktartónleika Bjarka Gylfasonar og fjölskyldu

Vinsælast

Þann 17. apríl síðastliðinn fóru fram minningar- og styrktartónleikar á Sviðinu á Selfossi fyrir Bjarka Gylfason heitinn og fjölskyldu. Mjög vel var sótt á tónleikana og komust færri að en vildu. En tónleikarnir voru einnig sýndir í beinu streymi sem fólk gat keypt aðgang að.

Bjarki fæddist árið 1988 á Selfossi og var uppalinn á Stokkseyri. Hann greindist með 4. stigs ristilkrabbamein undir lok árs 2022 eftir að hafa glímt við alvarlega sáraristil-bólgu í 17 ár. Bjarki lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar þann 20. mars síðastliðinn eftir hetjulega baráttu, en hann skilur eftir sig eiginkonu, Guðrúnu Ástu Ólafsdóttur, og 2 börn, þau Heiðrúnu Bjarkadóttur, 10 ára, og Ólaf Þór Bjarkason, 8 ára.

Allir sem komu að tónleikunum gáfu vinnu sína, ekki einungis þeir listamenn sem komu fram heldur m.a. einnig þeir sem standa að Sviðinu, db Entertainment sem sáu um tæknimálin, Ölgerðin sem gáfu rausnarlegar veigar í veitingasölu og Tilefni.is sem sáu um skreytingarnar.

Fjölskyldan og aðrir aðstandendur Bjarka eru afar þakklát óeigingjörnu framlagi þeirra sem komu að tónleikunum og þeirra sem hafa séð sér fært að styrkja þau með ýmsum hætti í gegnum þessa erfiðu tíma.

Söfnunarreikningurinn hér að neðan er á nafni Guðrúnar Ástu, eiginkonu Bjarka, og er tekið þar við frjálsum framlögum.

Reiknisnr. 0370-26-048318
Kt. 080390-2039
Aur: 868 1930

 

Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.
Mynd: Þórdís Björt.

 

Nýjar fréttir