0.4 C
Selfoss

Njálurefillinn á Hvolsvelli sex ára

Vinsælast

Þann 2. febrúar sl. héldu kátir saumarar upp á 6 ára afmæli Njálurefilsins á Hvolsvelli. Afmæl­­­­is­­­fagnað­ur­inn hófst með snörp­um sauma­skap og síðan var hald­in veg­leg afmælisveisla með fín­ustu súpu og sætindum. Segja má að vinnan við saumaskapinn sé á loka­­metr­unum. Búið er að sauma 75,70 metra að fullu og næstu 8 metr­arn­ir eru langt komnir. Að þeim lokn­um verða aðeins sex metrar eftir og ef fram heldur sem horfir verð­ur verkinu lokið á þessu ári.

Þórunn Metta Þórðardóttir sem er 6 ára, jafn gömul reflinum, saumaði af kappi í tilefni dagsins.

Að meðaltali hafa verið saum­aðir um 13 metrar á ári en upp­haf­legar áætlanir gerðu ráð fyrir að verkið tæki 10 ár þannig að saum­aðir hafa verið fjórum metr­um meira en gert var ráð fyrir á ári hverju.

Nýjar fréttir