1.7 C
Selfoss

Eldamennskan verður fljótleg, einföld, hagkvæm og ekki síst skemmtileg

Vinsælast

Mágkonurnar Berglind Ósk og Rebekka Ómarsdóttir, sem eru búsettar í Þorlákshöfn, hafa stofnað félagið Eldhústöfra ehf. en meginstarfsemi þess er kynning og sala á fjölnota eldhústækinu Thermomix. Thermomix er framleitt af þýska fyrirtækinu Vorwerk, sem stofnað var árið 1884 og er þekkt fyrir framleiðslu á hágæða heimilistækjum. Upphaflega var Thermomix hannað og framleitt til að elda barnamat frá grunni. Tækið kom fyrst á markað 1961 og hefur verið í fararbroddi í eldhústækni í yfir fimm áratugi og notið mikilla vinsælda um allan heim. Það var þó ekki fyrr en í fyrrasumar sem Íslendingar fengu að
kynnast því, en Berglind segir að þeir hafi tekið nýjunginni fagnandi. „Allt í kringum matargerð verður svo miklu einfaldara, minna umstang og uppvask og þá skapast meiri tími til að njóta með fjölskyldunni“ segir hún.

Allt til staðar í einu tæki
Berglind og Rebekka hafa báðar notað vélina í á annað ár og líkar stórvel. Tækið hefur á valdi sínu marga notkunarmöguleika; það vigtar, hrærir, blandar, saxar, malar, þeytir, hnoðar, gufusýður og eldar en er að auki einnig með nákvæma hita- og tímastillingu. Hátt í tvö hundruð uppskriftir fylgja vélinni, bæði í uppskriftarbók og eins á stafrænum kubbi sem smellt er utan á vélina sem er með stafrænum skjá. Með því að nettengja vélina er svo hægt að bæta um betur og nálgast þúsundir uppskrifta sem berast á skjá vélarinnar. Þannig opnar Thermomix nýjan heim og meiri dýpt og breidd varðandi matreiðslu og með því geta allir eldað hollan, næringarríkan og bragðgóðan mat .

Áhersla á heimakynningar
Boðið er upp á heimakynningar en einnig er hægt að nálgast vélina í sýningareldhúsi Eldhústöfra ehf. í Síðumúla 29 í Reykjavík. Einnig er boðið upp á kynningar fyrir saumaklúbba, kvenfélög og matarklúbba. „Íslendingar hafa tekið þessu mjög vel og margir sem hafa séð kosti þess að nýta tæki af þessu tagi í eldhúsinu sínu.“ Allar nánari upplýsingar má nálgast á facebook síðunni Thermomix á Íslandi eða á heimasíðunni eldhustofrar.is.

 

Nýjar fréttir