11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Hugsanlegt að það snjói á Hellisheiði á morgun

Hugsanlegt að það snjói á Hellisheiði á morgun

0
Hugsanlegt að það snjói á Hellisheiði á morgun

Haustið er að herða tökin á landinu næsta sólarhringinn að minnsta. Í veðurathugunum Einars Sveinbjörnssonar kemur fram að mögulega snjói í fjöll á þriðjudagsmorgun.

Á Facebook síðu sinni segir Einar: „Fyrir vestan land er köld háloftalægð og önnur suður af Hvarfi. Þær beina til okkar kalda loftinu. Það að þrengja sér undir bakkann suðvestanlands í fyrramálið. Þá snjóar líklega til fjalla um tíma s.s. í Hengil og Bláfjöllin, hugsanlega á Hellisheiði einnig. Svala loftið nær síðan yfirhöndinni með hægum V-vindi og þurrara lofti. Kólnar og víða næturfrost annað kvöld. Spáð en nýrri bylgju með hlýju lofti sem fer hér yfir snemma á föstudag.“