-2.2 C
Selfoss

Bílvelta í Nauthaga á Selfossi

Vinsælast

Bílvelta varð í Nauthaga á Selfossi um hálf níu leytið í kvöld. Lögreglan og sjúkrabíll voru fljót á vettvang. Að sögn sjónarvotta er um að ræða eitt ökutæki sem virðist hafa ekið á ljósastaur með þeim afleiðingum að það valt. Frekari upplýsingar um málið er ekki að fá að svo stöddu.

 

Uppfært: Engin slys urðu á fólki. Einn var í bílnum. Bílnum var ekið á ljósastaur og ökutækið valt.

Nýjar fréttir