2.3 C
Selfoss
Home Fréttir Viðurkenningar fyrir góðan árangur í framhaldsnámi

Viðurkenningar fyrir góðan árangur í framhaldsnámi

0
Viðurkenningar fyrir góðan árangur í framhaldsnámi
Esther Ýr Óskarsdóttir og Bjarki Már Magnússon.

Tveir nemendur úr Fjölbrautaskóla Suðurlands, sem nú stunda nám í lögræði við Háskólann í Reykjavík, fengu nú um áramótin sérstaka viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur. Það eru þau Bjarki Már Magnússon og Esther Ýr Óskarsdóttir. Þau komust bæði á svokallaðan forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld fyrir eina önn í skólanum. Þess ber að geta að Esther Ýr sem er á 2. ári sínu í lögfræði komst einnig á forsetalista á sínu fyrsta ári.