7.3 C
Selfoss

Selfoss í toppbaráttu í handboltanum

Vinsælast

Lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði FH með fimm mörkum, 29-34, þegar liðin mættustu í Kaplakrika í gærkvöldi í Olísdeild karla. Leikurinn var gríðarlega hraður og skemmtilegur og voru Selfyssingar einu marki yfir í hálfleik, 15-16. Í seinni hálfleik var Selfoss yfirleitt skrefinu á undan og lönduðu að lokum fimm marka sigri, 29-34. Markahæstur Selfyssinga var Teitur Örn með 10 mörk, Haukur og Hergeir skoruðu 5 mörk hvor. Einar Sverris og Atli Ævar skoruðu 4 mörk hvor og þeir Árni Steinn og Elvar Örn sitthvor 2 mörkin. Sverrir Páls og Eyvindur Hrannar voru með sitthvort markið. Helgi Hlynsson varði 10 skot (45%) í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson 4 skot (22%).

Spennan í toppi deildarinnar er gríðarleg en ÍBV, Selfoss og FH eru efst og jöfn að stigum fyrir lokaumferðina öll með 32 stig. Innbyrðis viðureignir liðanna hafa árhrif á lokastöðuna og ráð því hvaða lið stendur uppi sem deildarmeistari. Ef öll liðin vinna leiki sína verður ÍBV deildarmeistari. Ef FH eða ÍBV tapa stigi og Selfoss vinnur sinn leik veður Selfoss deildarmeistari.

Selfoss mætir Víkingi í lokaumferðinni í Vallaskóla. FH mætir Stjörnunni í Garðabæ og ÍBV mætir Fram í Safamýrinni. Leikirnir fara fram miðvikudaginn 21. mars kl. 20:30.

Nýjar fréttir