5.6 C
Selfoss

Helgi leiðir lista Framsóknar og óháðra í Árborg

Vinsælast

Þrír efstu frambjóðendur Framsóknar og óháðra í Árborg voru kynntir á vöfflukaffi í Framsóknarhúsinu föstudaginn 16. mars sl.

Tillaga stjórnar Framsóknarfélags Árborgar er að Helgi S. Haraldsson, bæjarfulltrúi, leiði listann, í öðru sæti verði Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, og í þriðja sæti verði Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri.

Undirbúningur framboðsins hefur staðið í nokkurn tíma og hafa m.a. verið haldnir opnir íbúafundir á Stokkseyri, Eyrarbakka, Selfossi og í Tjarnarbyggð. Þar hafa íbúar getað komið á framfæri upplýsingum um málefni sem brenna á þeim nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna.

Framundan eru opnir málefnafundir þar sem lögð verða drög að stefnuskrá framboðsins. Í tilkynnigu eru íbúar í Árborg hvattir til að fjölmenna á fundina til að leggja drög að framsýnni framtíð Árborgar.

Nýjar fréttir