11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Egill Blöndal keppir við þá bestu í heiminum

Egill Blöndal keppir við þá bestu í heiminum

0
Egill Blöndal keppir við þá bestu í heiminum
Júdókappinn Egill Blöndal fær verðugt verkefni í Japan um helgina.

Selfyssingurinn Egill Blöndal, tvöfaldur Íslandsmeistari í júdó árið 2017, er á leið á sterkasta júdómót í heiminum í bardagaíþróttum Tokyo Grand Slam 2017, en mótið fer fram í Tokyo um komandi helgi. Egill keppir á sunnudag, 3. desember, í -90 kg þyngdarflokki.

Eftir helgina mun Egill taka þártt í æfingabúðum með sterkustu bardagamönnum heims, Japansmeisturum, Ólympíumeisturum og Heimsmeisturum.

Með Agli til Tokyo fer Garðar Skaptason þjálfari hjá júdódeild Umf. Selfoss.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu í gengum tengil á heimasíðu Júdósambands Íslands www.jsi.is og www.ijf.org.