0.6 C
Selfoss

Glæsilegir jólatónleikar á Hvolsvelli á morgun

Vinsælast

Á morgun, laugardaginn 2. desember, kl. 20:30 verða jólatónleikarnir Jólaveisla 2017 haldnir í íþrótta­hús­inu á Hvols­velli. Þar verður flutt fjölbreytt jóladagskrá fyrir alla aldurshópa. Allur ágóði af tón­leikunum rennur til dvalarheimilanna Lundar og Kirkju­hvols.

Á tónleikunum munu koma fram Páll Rósinkranz, Gísli Stefánsson, Maríanna Másdóttir, Fríða Han­sen, Herdís Rútsdóttir, Magnús Kjartan Eyjólfsson, Sæbjörg Eva Hlynsdóttir, Oddný Lilja Birgisdóttir, Barna­kór Hvolsskóla og Öðl­ingarnir. Hljómsveit tónleikanna skipa Stefán Ingimar Þór­halls­son, Jón Örvar Bjarnason, Sveinn Pálsson og Helgi Georgsson.

Nýjar fréttir