10 C
Selfoss
Home Fréttir Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari

Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari

0
Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari

Út er komin hjá Sæmundi bókin Predikarastelpan eftir Tapio Koivukari í þýðingu Sigurðar Karlssonar. Predikarinn Tuulikki er ekki mikil fyrir mann að sjá. Ófermd og veikluleg stúlkukind fátækra hjóna. En þegar Guðsorðið rennur uppúr henni í svefndái leggja allir við hlustir. Heimsendir er í nánd og það eru síðustu forvöð að gera iðran og yfirbót.

Óvissa eftirstríðsáranna, ógnir kalda stríðsins og trúarhiti renna hér saman í samfélagi sem er bæði brotið og margslungið. Fjölskyldur raðast í virðingarstiga eftir hlutverkum sínum í stríðinu. Flóttamenn úr Kirjálahéruðum Finnlands sem töpuðust til Rússa reyna að fóta sig á nýjum heimaslóðum.

Saga predikarans Tuulikki er byggð á sannsögulegum atburðum og lýsir meistaralega bæði góðsemd og djöfulskap mannanna.

Predikarastelpan hlaut Runeberg-verðlaunin, ein virtustu bókmenntaverðlaun Finna, árið 2016. Áður hafa komið út á íslensku tvær bækur Tapios Koivukari sem voru eins og Predikarastelpan þýddar af Sigurði Karlssyni. Yfir hafið og í steininn og Ariasman — frásaga af hvalföngurum hlutu báðar frábærar viðtökur lesenda jafnt sem gagnrýnenda.