12.3 C
Selfoss

Mikilvægt að allir framhaldsskólanemendur hafi jafnt aðgengi að námi

Vinsælast

Stjórn SASS samþykkti á fundi sínum 25. ágúst sl. áskorun til ráðherra mennta- og menningarmála um að fundin verði lausn á því ófremdarástandi sem ríkir í aðgengi nemenda að framhaldsnámi á Suðurlandi. Í áskoruninni segir að upptökusvæði framhaldsskóla á Suðurlandi sé dreift og eins og staðan sé nú búi hluti ungmenna á framhalsskólaaldri við það að eiga ekki möguleika á því að nýta almenningssamgöngur til að stunda nám við framhaldsskóla á svæðinu og ekki sé boðið upp á heimavist við framhaldsskóla á Suðurlandi nema einungis á Laugarvatni. Nauðsynlegt sé að ríkið ráðist í viðeingandi úrbætur þannig að nemendur hafi aðgang að heimavist við alla skóla á Suðurlandi, enda mikilvægt að allir framhaldsskólanemendur á Íslandi hafi jafnt aðgengi að námi.

Nýjar fréttir