11.7 C
Selfoss
Home Fréttir Útgáfuboð og kynning á Prjónafjöri 2

Útgáfuboð og kynning á Prjónafjöri 2

0
Útgáfuboð og kynning á Prjónafjöri 2

Út er komin bókin Prjónafjör 2, en hún er svipuð fyrri bókinni með fjölbreyttar prjónauppskriftir fyrir alla fjölskylduna.

„Í bókinni eru peysur, húfur og vettlingar – þó engir sokkar þar sem ég prjóna helst ekki sokka. Ég er sjálf útgefandi, hönnuður og ljósmyndari. Vinn þetta allt heima þar sem þetta er áhugamálið mitt. Bókin fæst í helstu prjónabúðum á Suðurlandi,“ segir Anna Kristín Helgadóttir, Hvolsvelli.

Í dag fimmtudaginn 15. desember verður smá útgáfuboð eða kynning á bókinni á jólakvöldi í sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli kl. 20–22 og eru allir velkomnir. Það verður boðið upp á söngatriði og einhver tilboð verða í gangi í búðinni.