2.3 C
Selfoss
Home Fréttir 100 ára afmæli Framsóknarflokksins

100 ára afmæli Framsóknarflokksins

0
100 ára afmæli Framsóknarflokksins

Í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins bjóða Framsóknarfélögin á Suðurlandi til afmælishátíðar á morgun sunnudaginn 18. desember kl. 14 í Hótel Selfoss.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins og forsætisráðherra, flytur ávarp. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður flokksins fara yfir söguna á léttum nótum.

Kaffiveitingar og söngatriði frá Karlakór Selfoss.

Allir eru velkomnir.