7.1 C
Selfoss

Óhætt að segja að Hveragerði skarti sínu fegursta á Blómum í bæ

Vinsælast

Ilmandi blómin og hlýr sumarandvarinn lék um Hveragerðisbæ nú undir kvöld.  Hvergerðingar hafa lagt sitt af mörkum til að gera bæinn sem fallegastan. Gríðarfallegar skreytingar má finna víðsvegar um bæinn. Í tilefni af viðburðinum, Blóm í bæ, eru í Hveragerði 30 faglærðir blómaskreytar úr ýmsum áttum. Þeir hafa unnið hörðum höndum að hönnun skreytinga úr íslenskum blómum sem prýða aðalgötu bæjarins og Lystigarðinn.

Bæjarstjórinn með hrífu í hönd

Mynd: GPP
Bæjarstjórinn með hrífuna á lofti. Mynd: GPP

Það var kunnulegt andlit sem stóð á kafi í miðju blómabeði við Lystigarðinn í Hveragerði. Aldís Hafsteinsdóttir var ásamt fríðu föruneyti sjálfboðaliða á fullu að leggja lokahönd á snyrtingu bæjarins en óhætt er að segja að bærinn skarti sínu fegursta fyrir hátíðina og hvergi að finna vömm á. Aðspurð sagði Aldís eiga von á miklum fjölda fólks því veðrið verði með besta móti.

Fjölbreytt dagskrá framundan

Það verður mikið um að vera á hátíðinni en dagskrána má finna hér. Meðal þess sem finna má er spennandi markaður í gróðurhúsinu EDEN í Þelamörkinni. Þegar blaðamann bar að garði voru kynningaraðilar í óðaönn að koma fyrir varningi sínum. Þar verður m.a. fjölbreytt sala og sýning á pottablómum, afurðir úr græna geiranum og vörur beint frá býli.

Óhætt er að mæla með því að gera sér ferð í Hveragerði þó ekki sé nema til að líta á fallegar blómaskreytingarnar sem prýða bæinn hvert sem litið er.

 

Nýjar fréttir