11.1 C
Selfoss
Home Fréttir Hlaupahópur úr Hveragerði hannaði sitt eigið hlaupa app

Hlaupahópur úr Hveragerði hannaði sitt eigið hlaupa app

0
Hlaupahópur úr Hveragerði hannaði sitt eigið hlaupa app
Hér má sjá skjáskot úr appinu, en strax eftir fyrstu vikuna var hópurinn kominn langleiðina í Vík í Mýrdal.

Hlaupahópur úr Hveragerði sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu til minningar um Mikael Rúnar Jónsson, sem lést af slysförum 1. apríl 2017 aðeins 11 ára gamall, hefur fundið upp á nýstárlegri leið til að hvetja hópmeðlimi til dáða í hlaupaæfingum sumarsins. Hópurinn hefur hannað sitt eigið app, til að halda utan um hlaup og göngu allra í hópnum og markmiðið er að komast samanlagt vegalengdina hringinn í kringum Ísland í æfingaferlinu.

Appið virkar þannig að í hvert skipti sem einhver hópmeðlimur skráir inn hlaupna/gengna kílómetra uppfærist Íslandskort með stöðu hópsins á hringveginum. Í appinu er einnig hægt að nálgast tillögur að hlaupaæfingum og hlaupaleiðum sem hæfa hverjum og einum.

Síðasta sumar hljóp þessi sami hópur í minningu Mikaels Rúnars heitins. Nú hafa aðstandendur Mikaels Rúnars stofnað minningarsjóð í hans nafni, í þeim tilgangi að styrkja einstaklinga sem misst hafa ástvini á barnsaldri auk annarra góðra verka.

Hópurinn er öllum opinn, hægt er að skrá sig í hópinn á Hlaupastyrkur.is.