7.1 C
Selfoss

Gáfu Björgunarfélaginu eina og hálfa milljón

Vinsælast

Nemendur og starfsfólk Sunnulækjarskóla á Selfossi gáfu í morgun Björgunarfélagi Árborgar peningagjöf að upphæð 1.503.274 krónur. Upphæðin safnaðist á góðgerðardegi skólans sem haldinn voru 7. desember sl. í íþróttahúsinu Baulu. Þar seldu nemendur ýmsan varning sem þeir höfðu búið til. Einnig var kaffihús með lifandi tónlist og jólastemningu þar sem fólki gafst kostur á að setjast niður og kaupa veitingar.

Peningagjöfin sem afhent var á söngstund skólans í morgun verður notuð til tækjakaupa fyrir Björgunarsveitina, þar á meðal JetSky eða sæketti sem notaður er við björgunarstörf á Ölfusá.

Þess má geta að nemendur í Sunnulækjarskóla eru yfir 700 talsins og er hann einn af stærstu skólum landsins.

Nýjar fréttir