3.9 C
Selfoss

Margt á dagskrá hjá Vörðukórnum

Vinsælast

Vörðukórinn undirbýr nú tónleika sem að þessu sinni verða í samvinnu við Kór Fella- og Hólakirkju. Eru þetta þriðju sameiginlegu tónleikarnir á tæpum tveimur árum en stjórnandi kórsins Arnhildur Valgarðsdóttir hefur verið undirleikari hjá Vörðukórnum á síðustu árum með litlum hléum.

Eftir áramót mun kórinn sjá um svokallað „bjórkvöld“ sem er samkoma nokkura uppsveitakóra og verður að þessu sinni í Árnesi 11. janúar og þann 1. febrúar verður hið árlega Baðstofukvöld á Flúðum sem nýtur vaxandi vinsælda en þar er boðið uppá söng , talað mál og léttar veitingar.

Stefnt er þrennum tónleikum í vor, 17. apríl verður kórinn á Flúðum, síðasta vetrardag 24. apríl verur hann fyrir austan Þjórsá en ekki er búið að ákveða hvar og eru þeim sem hafa áhuga á að fá kórinn og hafa yfir góðu húsi að ráða velkomið að hafa samband, annað hvort við Tryggva Steinarsson, formann kórsins, eða stjórnanda kórsins, Eyrúnu Jónasdóttur.

Kórinn stefnir að því að ljúka tökum á geisladiski en nú eru að baki tveir upptökudagar og vetrarstarfinu lýkur með vorferð í Borgarfjörð síðustu helgina í apríl. Þar verða síðustu tónleikar þessa starfsárs, í Reykholtskirkju laugardaginn 27. apríl.

Það eru spennandi tímar framundan og full ástæða fyrir þá sem hafa gaman af söng og vilja vera með í þessum góða félagsskap, að láta sjá sig. Fyrsta æfing eftir áramót verður 9. janúar.

Tónleikarnir verða í Félagsheimilinu Árnesi föstudagskvöldið 23. nóvember og hefjast klukkan 20:30.

Tryggvi Steinarsson, formaður Vörðukórsins

Nýjar fréttir