11.1 C
Selfoss

Mikill fjöldi útlendinga lærir íslensku hjá Fræðslunetinu

Vinsælast

Á haustönn hafa fjölmargir útlendingar hafið íslenskunám hjá Fræðslunetinu og margir sækja framhaldnámskeið. Alls stunda nú 224 íslenskunám í sextán hópum víðsvegar um Suðurland. Kennslustaðir eru frá Þorlákshöfn og að Höfn í Hornafirði. Á Höfn hafa aldrei verið fleiri skráðir í íslenskunám en þar stunda nú alls 56 útlendingar nám í þremur hópum og einnig er 9 manna hópur í Öræfum.

Á Hvolsvelli eru tveir hópar í íslensku 1. Að þessu sinni var unnt að bjóða upp á nám á dagvinnutíma og í þeim hópi, sem telur 13 manns, eru þjóðernin 11 og þátttakendur tala alls 18 tungumál. Það gæti virkað flókið að kenna svo fjölbreyttum hópi en námsmennirnir koma úr kennslustundum með bors á vör, svo það virðist ekki vera vandamál.

Á Selfossi eru alls 74 íslenskunemar á stigi 1–3, í Þorlákshöfn 16, í Vík eru 26 nemar og í Reykholti 14. Það er afar ánægjulegt að alls staðar hefur Fræðslunetið á að skipa reynslumiklum úrvals íslenskukennurum. Fljótlega verður hægt að kynna sér námskeiðsframboð vorannar á vef Fræðslunetsins.

Nýjar fréttir