3.9 C
Selfoss

Samið við Sonus ehf. um framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna á Selfossi

Vinsælast

Í morgun skrifaði Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Sveitarfélagsins Árborgar, undir samkomulag við Sonus ehf. um framkvæmd 17. júní hátíðarhalda á Selfossi árin 2017 til 2019.

Samkvæmt samkomulaginu tekur Sonus að sér að skipuleggja, stjórna og annast framkvæmd hátíðarhaldanna á Selfossi árin 2017, 2018 og 2019. Til að standa undir kostnaðarliðum fær Sonus 2.500.000 kr. á ári.

Lagt er upp með fjölbreytta fjölskyldudagskrá þar sem allir aldurshópar eiga að finna eitthvað við sitt hæfi. Í samkomulaginu segir að báðir aðilar geri sér grein fyrir þeim formföstu viðburðum sem fara fram á þessum degi líkt og skrúðgangan, fjallkonan og hátíðardagskráin við sviðið. Sonus verður beinn tengiliður við þá aðila sem koma að þessum þáttum líkt og Skátafélagið Fossbúa, Lúðrasveit Selfoss, Hestammannafélagið Sleipni og Kvenfélag Selfoss. Eftir fremsta megni verður reynt að bjóða félagasamtökum af svæðinu að taka að sér ákveðna þætti í hátíðahöldunum sem fjáröflun. Má þar t.d. nefna rekstur joppu, skipulagningu og umsjón ákveðinna viðburða eða önnur verkefni sem Sonus vill bjóða félagasamtökum að taka að sér.

Nýjar fréttir