13.4 C
Selfoss
Home Fréttir Kvenfélagskonur hafa áhyggjur af stöðu aldraðra og sjúkra á Suðurlandi

Kvenfélagskonur hafa áhyggjur af stöðu aldraðra og sjúkra á Suðurlandi

0
Kvenfélagskonur hafa áhyggjur af stöðu aldraðra og sjúkra á Suðurlandi

Eitt hundraðasti aðalfundur kvenfélags Villingaholtshrepps var haldinn í Þjórsárveri, sunnudaginn 12. mars sl. Fram fóru venjubundin aðalfundarstörf, með kosningum og umræðum. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun varðandi stöðu sjúkra og aldraðra á Suðurlandii.

Ályktun frá aðalfundi Kvenfélags Villingaholtshrepps:

100. aðalfundur Kvenfélags Villingaholtshrepps haldinn í Þjórsárveri 12. mars 2017, lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu aldraðra og sjúkra á Suðurlandi.

Það er algjörlega óásættanlegt að dvalarheimilunum á Kumbravogi og Blesastöðum, með samtals um 50 legurýmum, hafi verið lokað og ekkert komið í staðinn. Það er illt til þess að vita að fólk sé flutt um langan veg frá heimili og ættingjum, til dvalar um lengri eða skemmri tíma.

Fundurinn hvetur stjórnvöld til að að grípa til aðgerða strax og leggja umtalsvert fjármagn í þennan málaflokk, svo hægt sé að veita öldruðum Sunnlendingum áhyggjulaust ævikvöld.