0 C
Selfoss

Tónleikar í Listasafni Árnesinga á laugardag

Vinsælast

Gítarleikarinn Hróðmar Sigurðsson og bassaleikarinn Ingibjörg Elsa Turchi spila í Listasafni Árnesinga í Hveragerði þann 18. maí  kl.16. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð þeirra sem fram fer víðsvegar um landið vor og sumar 2024. Tvíeykið leikur frumsamda tónlist sem væntanleg er á plötu á þessu ári-en þau hafa nú þegar gefið út tvö lög sem komin eru á streymisveitur. Einnig munu þau leika tónlist af plötum þeirra beggja-Meliae (2020) og Stropha (2023) eftir Ingibjörgu og plötu Hróðmars frá 2021 sem er samnefnd honum.

Hróðmar Sigurðsson, rafgítar/lap steel gítar, Ingibjörg Elsa Turchi, rafbassi.

Frítt er inn á tónleikana. Tónleikaröðin er styrkt af Menningarsjóði FÍH og Flytjendasjóði listamannalauna.

Nýjar fréttir